
Textaskilaboð
Tækið styður textaskilaboð sem fara yfir
takmörkin fyrir ein skilaboð. Lengri
skilaboð eru send sem tvö eða fleiri
skilaboð. Þjónustuveitan tekur
hugsanlega gjald í samræmi við það.
Stafir sem nota kommur eða önnur tákn
ásamt stöfum sumra tungumála, taka
meira pláss en venjulegir stafir og
takmarka þannig þann stafafjölda sem
hægt er að senda í einum skilaboðum.
Lengdarvísir skilaboðanna efst í horni
skjásins sýnir hversu margir stafir eru eftir
og í hversu mörgum hlutum þarf að senda
skilaboðin.
Áður en hægt er að senda texta eða
tölvupóst með SMS-boðum, verður þú að
vista númer skilaboðatorgs. Veldu
Valmynd
>
Skilaboð
>
Skilaboðastill.
>
Textaboð
>
Skilaboðamiðstöðvar
>
Bæta við
miðstöð
, sláðu inn nafn og númer frá
þjónustuveitu.